Vantrauststillagan felld

Hólmavík.
Hólmavík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð, hélt velli þegar greidd voru atkvæði um vantrauststillögu á hann á fundi sveitastjórnar á Hólmavík í kvöld. 

Tillaga um vantraust var felld með þremur atkvæðum gegn tveimur. Matthías Sævar Lýðsson sveitastjórnarmaður staðfesti þetta við mbl.is en hann lagði tillöguna fram. 

Þorgeir er odd­viti T-lista Stranda­banda­lags­ins en Sævar situr í sveitastjórn fyrir A-lista Al­mennra borg­ara. 

Forsaga málsins er sú að Jón Jónsson, fyrrverandi sveitastjórnarmaður í Stranda­byggð, fór fram á að rann­sókn yrði gerð á greiðslum sem hann og hans fyrirtæki fékk frá sveitarfélaginu. Hann hafi verið borinn þung­um sök­um af starfs­mönn­um sveit­ar­fé­lags­ins og þar á meðal oddvitanum. Var hann til að mynda sakaður um fjár­drátt.

KPMG sá um úttektina og komst að þeirri niðurstöðu að greiðslur til Jóns og fyrirtækis á hans vegum hafi allar farið í gegnum sveitastjórnina. 

„Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jóns­son­ar svo og þeirra fyr­ir­tækja og stofn­ana sem eru/​voru í hans eigu eða sem hann tengd­ist með stjórn­ar­setu, á þeim tíma sem hann sat í sveit­ar­stjórn Stranda­byggðar, þ.e. á ár­un­um 2010-2014 og 2019-200 hafi verið í sam­ræmi við samn­inga og samþykkt­ir sveit­ar­stjórn­ar.“

Í framhaldinu lagði Matthías fram vantrauststillöguna sem greidd voru atkvæði um í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka