Stefán E. Stefánsson
Jón Gnarr vill beita sér fyrir því að lögreglan geri átak í því að sekta fólk sem keyrir of hægt. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Spursmálum. Jón sækist nú eftir því að komast á þing fyrir hönd Viðreisnar og verður því í kjöraðstöðu til þess að beita sér fyrir lagabreytingum sem muni taka harðar á umferðarsniglum.
„Stór hluti af þessum umferðarvanda er sá að fólk kann ekki að keyra. Það er svo mikið af fólki sem er ekki hæft til að keyra bíl. Það virðist ekki kunna svona lágmarks umferðarreglur. Það gerir einhverja svona litla glompu framan á bílrúðuna og keyrir svo á 40 á vinstri akreininni á Miklubrautinni og stöðvar allar umræðuna,“ segir Jón.
Og hann vill beita hörðum og óvenjulegum viðurlögum.
„Ég hef lagt það til að ég vil að fólk sé sektað fyrir að keyra of hægt. Og ég vil að það sé átak hjá lögrelgunni að sekta fólk fyrir að keyra hægt og tefja umferð og líka að gera það bara roslega hægt. Tala hægt, tefja fólk eins og mögulegt er, og fólk er að segja, gætum við drifið aðeins í þessu, ég er að verða ofa seinn. Ja þú hefðir átt að hugsa út í það þegar þú varst að keyra og það er fullt af fólki hérna fyrir aftan þig sem er orðið alltof seint. Síðan vil ég líka að fólk skafi frá ljósum.“
Viðtalið við Jón má sjá og heyra í spilaranum hér að neðan.