Yazan kominn með alþjóðlega vernd

Yasan Tamimi.
Yasan Tamimi. Ljósmynd/Aðsend

Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu, hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt foreldrum sínum á grundvelli sjónarmiða um viðbótarvernd.

Þetta staðfestir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur fjölskyldunnar, í samtali við mbl.is.

Fjölskyldan fær fyrir vikið tveggja ára dvalarleyfi á Íslandi sem hún hefur möguleika á að endurnýja.

„Örugg í bili“

„Þau eru örugg í bili. Þau eru bæði þakklát og mjög glöð yfir því, að sjálfsögðu,“ segir Albert, sem er sjálfur mjög ánægður með niðurstöðuna.

„Þetta eru mikil viðbrigði frá því að mér er tilkynnt um að þau hefðu verið handtekin og send út á flugvöll. Þetta er mjög ánægjulegt og það sem þau óskuðu sér helst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert