Yazan kominn með alþjóðlega vernd

Yasan Tamimi.
Yasan Tamimi. Ljósmynd/Aðsend

Yaz­an Tamimi, ell­efu ára dreng­ur frá Palestínu, hef­ur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi ásamt for­eldr­um sín­um á grund­velli sjón­ar­miða um viðbót­ar­vernd.

Þetta staðfest­ir Al­bert Björn Lúðvígs­son, lög­fræðing­ur fjöl­skyld­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Fjöl­skyld­an fær fyr­ir vikið tveggja ára dval­ar­leyfi á Íslandi sem hún hef­ur mögu­leika á að end­ur­nýja.

„Örugg í bili“

„Þau eru ör­ugg í bili. Þau eru bæði þakk­lát og mjög glöð yfir því, að sjálf­sögðu,“ seg­ir Al­bert, sem er sjálf­ur mjög ánægður með niður­stöðuna.

„Þetta eru mik­il viðbrigði frá því að mér er til­kynnt um að þau hefðu verið hand­tek­in og send út á flug­völl. Þetta er mjög ánægju­legt og það sem þau óskuðu sér helst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert