Ásmundur: „Ekkert í þessum texta er ofsagt“

Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun.
Frá mennta- og barnamálaráðuneytinu í morgun. Ljósmynd/Aðsend

„Það alvarlegasta við þetta er að ekkert í þessum texta er ofsagt,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, eftir að samstöðukór fyrir frjálsa Palestínu flutti yfirlýsingu um stöðu barna á Gasasvæðinu fyrir hann í morgun. 

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að börn á Gasa hafi ekki gengið í skóla í ár þar sem 85% menntastofnana á svæðinu hafa verið sprengdar af Ísraelsher og kennarar þeirra drepnir. Þá kom fram að ekki væri hægt að segja með óyggjandi hætti hve mörg börn hefðu látið lífið á Gasa vegna átakanna.

Opinberar tölur segja að sextán þúsund börn hafi dáið en þar er þó ekki gert ráð fyrir þeim fjölda sem hefur dáið úr auðlæknanlegum sýkingum eða sjúkdómum, þeirra sem hafa soltið til bana, dáið úr kulda, hita eða streitu, né þeim sem liggja enn undir húsarústum.

Þetta kemur fram í tilkynningu kórsins.

Aðallega drepið óbreytta borgara

Stríð Ísra­els í Gasa, sem hófst eft­ir árás Ham­as á Ísra­el fyr­ir ári, hef­ur orðið meira en 41.900 manns að bana.

Með stríðsrekstr­in­um hafa Ísra­el­ar aðallega drepið óbreytta borg­ara, að sögn heil­brigðisráðuneyt­is­ins sem er á yf­ir­ráðasvæði Ham­as.

Sam­einuðu þjóðirn­ar hafa sagt töl­urn­ar áreiðan­leg­ar.

Ásmundur sagði ekkert í yfirlýsingunni ofsagt.
Ásmundur sagði ekkert í yfirlýsingunni ofsagt. Ljósmynd/Aðsend

Sungu fyrir Ásmund

Kórinn söng fyrir ráðherra og starfsfólk ráðuneytisins Þú veist í hjarta þér eftir Þorstein Valdimarsson en Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og teiknari, las yfirlýsinguna. Hún situr í stjórn Barnaheilla en í nýlegri skýrslu samtakanna segir að ekki sé vitað um afdrif 20 þúsund barna á Gasa.

Limlestingar barna hafa aldrei verið meiri í manna minnum en talið er að rúmlega tíu börn missi útlim á dag og erlendir barnalæknar sem starfa í Palestínu lýsa ástandinu sem helvíti á jörðu,“ segir í tilkynningu kórsins.

Kórinn flutti lag fyrir ráðherra og starfsfólk.
Kórinn flutti lag fyrir ráðherra og starfsfólk. Ljósmynd/Aðsend

Slíta samstarfi við Ísrael

Eftir að hafa flutt yfirlýsinguna kom Bergrún Íris jafnframt á framfæri þremur kröfum sem kórinn krefur Ásmund um að beita sér fyrir að ríkisstjórn Íslands framfylgi.

  • Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði.

  • Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael.

  • Að Alþingi Íslands samþykki þingsályktunartillögu um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael og að ríkisstjórnin setji þær þvinganir á eins fljótt og auðið er.

Í tilkynningunni segir að ráðherra hafi þakkað fyrir hvatninguna og sagt: „Það alvarlegasta við þetta er að ekkert í þessum texta er of sagt.“

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/04/16/vilja_frekari_upplysingar_um_dauda_ungu_stulkunnar/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert