Útleysing varð á öllum vélum í Nesjavallavirkjun í morgun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu og viðgerð.
Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að bilunin geti haft áhrif á viðskiptavini Orku náttúrunnar og Veitna á höfuðborgarsvæðinu.