Hálka á vegum suðvestanlands

Hitakort klukkan 9 í dag.
Hitakort klukkan 9 í dag. Kort/mbl.is

Í dag verður norðlæg átt 3-8 m/s en aðeins hvassara austast á landinu. Stöku él eða slydduél á norðaustanverðu landinu en annars yfirleitt bjart.

Það þykknar upp seinnipartinn á vestanverðu landinu og seint í kvöld er líkur á stöku slydduéljum eða éljum þar. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn.

Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að eftir vætu í nótt hefur létt til og því kólnar á Suðvesturhorninu. Vegna þess eru líkur á hálku á vegum á því svæði og eru vegfarendum því bent á að fara varlega.

Á morgun verður norðlæg átt 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Víða él eða slydduél en yfirleitt bjart á suðausturhorninu. Hiti 0 til 4 stig að deginum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert