Sá sem varð fyrir hnífstunguárás í Grafarvogi í nótt hlaut lífshættulega stunguáverka á líkama.
Hann var fluttur á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans.
Tveir voru handteknir vegna málsins og voru þeir yfirheyrðir í dag, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem tengjast málinu eru á þrítugs- og fertugsaldri.
Ekki verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu, að því er kemur fram í tilkynningunni.