Öllum sundlaugum Reykjavíkur lokað

Ekki er hægt að fara í sund í Reykjavík í …
Ekki er hægt að fara í sund í Reykjavík í dag. Ljósmynd/Árni Torfason

Reykjavíkurborg hefur lokað öllum sínum átta sundlaugum í dag og er óljóst hvenær hægt verður að opna þær aftur. 

Ástæðan er bilun í Nesjavallavirkjun og skert flæði á heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna í Nesjavallavirkjun séu komnar aftur af stað en virkjunin er ekki á fullum afköstum. 

Vegna þessa biðja Veitur fólk um að fara sparlega með heita vatnið á meðan á viðgerð stendur.

Veitur höfðu samband við sína stærstu viðskiptavini með ósk um að heitavatnsnotkun yrði lágmörkuð eins mikið og hægt er til setja heimili og viðkvæma starfsemi í forgang.

Reykjavíkurborg hefur orðið við þeirri beiðni og hefur sundlaugum því verið lokað og gervigrasvellir stilltir á lægstu stillingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka