Opna sundlaugar í fyrramálið

Laugardalslaug verður opnuð á ný í fyrramálið.
Laugardalslaug verður opnuð á ný í fyrramálið. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsfólk sundlauga í Reykjavík mun á miðnætti hefja undirbúning fyrir opnun þeirra á ný í fyrramálið. Öllum laugum borgarinnar var lokað síðdegis vegna bilunar í Nesjavallavirkjun.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að virkjunin sé komin aftur í fulla framleiðslu. Enn sé verið að greina orsök bilunarinnar en vonast er til að skerðingum og tilmælum um að spara vatnið verði aflétt snemma í fyrramálið. 

„Starfsfólk Reykjavíkurborgar er í startholunum með að hefja undirbúning fyrir opnun sundlauganna á miðnætti í samráði við Veitur, og er búist við að hægt verði að opna laugarnar á hefðbundnum tíma í fyrramálið,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært klukkan 22:30: Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að stefnt sé að því að sundlaugar þar verði opnaðar á hefðbundnum tíma í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert