Samið um starfslok við reynda starfsmenn

Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tilkynnti um breytingar 2. október.
Veitur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, tilkynnti um breytingar 2. október. mbl.is/Styrmir Kári
Í byrjun mánaðarins var tilkynnt um breytingar hjá Veitum og kom fram að þrettán starfsmenn létu af störfum hjá fyrirtækinu.
Samkvæmt heimildum mbl.is voru starfsmenn í þeim hópi með langan starfsaldur og mjög langan í einhverjum tilfellum. Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir að komist hafi verið að samkomulagi um starfslok við starfsmenn sem voru með langan starfsaldur.

„Líkt og í rekstri allra fyrirtækja þurfum við að endurmeta verkferla reglulega og hlutverk geta breyst en það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum starfsfélögum. Störfin sem um ræðir voru ýmist færð annað, hlutverkin breyttust eða komið að starfslokum,“ segir Rún í svari til mbl.is.

Breytingar sem urðu á starfsemi hjá Veitum eru þessar samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu:

-Mælaþjónusta verður færð til Securitas 1. nóv.

-Yfirborðsfrágangur flyst til Þjónustu þannig að allur verkferillinn fyrir viðskiptavini er á einum stað.

-Framlína þjónustu verður eitt teymi.

-Framlína Vatnsmiðla verður sameinuð í eitt teymi til að auka samlegðaráhrif og skilvirkni.

Veit­ur eru dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar. Hjá OV hefur 44 verið sagt upp á árinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert