Líkamsárásin þar sem einn var fluttur á slysadeild eftir að hníf hafði verið beitt var gerð í Grafarvogi rétt fyrir klukkan þrjú í nótt.
Viðbúnaður var mikill eftir að tilkynningin barst og voru sjúkralið og lögregla send á vettvang.
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki hafa upplýsingar um líðan þess sem varð fyrir árásinni.
Aðspurð vill hún ekki gefa upp aldur þeirra sem tengjast málinu en tveir voru handteknir og einn fluttur á slysadeild.
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar hefur núna tekið við rannsókn málsins.