Önnur tveggja þyrlna sem voru kallaðar út að Stuðlagili hefur verið kölluð til baka og lenti á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir fyrri þyrluna þegar komna á svæðið fyrir austan þar sem leit stendur yfir að einstaklingi sem talinn er hafa fallið í Jökulsá á Dal við Stuðlagil.
Seinni þyrlan hafði þegar tekið á loft með kafara slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu innanborðs þegar hún var kölluð til baka.
Aðspurður kveðst Ásgeir ekki hafa upplýsingar að veita um gang leitarinnar.