Útlit fyrir að höfuðborgarsvæðið sleppi í bili

Fjólublái liturinn sýnir snjó og slyddu í fyrramálið.
Fjólublái liturinn sýnir snjó og slyddu í fyrramálið. Kort/Blika

Svo virðist sem höfuðborgarsvæðið muni sleppa við snjókomu í nótt og fyrramálið. Þetta kemur fram á Bliku, veðurvef Einars Sveinbjörnssonar.

„Smálægðin vestur undan er heldur fjær og V-áttin með éljum nær sér ekki á strik, nema ef vera skyldi á Suðurnesjum um stund. Úrkomuvar virðist síðan ætla að verða þegar kalda lægðardragið fer síðan yfir síðar á morgun.

Spákortið er það nýjasta og sýnir stöðuna með úrkomusvæðin (fjólublátt = snjór/slydda) kl. 9 í fyrramálið,“ skrifar Einar.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram í kvöld að spáð sé snjó- eða slydduéljum á landinu í nótt og á morgun. „Því má víða búast við snjóþekju í fyrramálið og ættu vegfarendur að hafa það í huga þegar lagt er af stað út í daginn,“ segir þar í svonefndum athugasemdum veðurfræðings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert