Alvarleg vanskil fyrirtækja aukist um 20%

Það sem af er þessu ári má greina vaxandi vanskil …
Það sem af er þessu ári má greina vaxandi vanskil hjá heimilum og fyrirtækjum. mbl.is

Það sem af er þessu ári má greina vaxandi vanskil bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. Aukningin hefur mest verið í alvarlegum vanskilum fyrirtækja, þar sem hlutfallsleg aukning nemur um 20% á milli ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Modus.

Nú eru um 2,61% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum en þau voru 2,18% á sama tíma í fyrra. Árið 2019 voru aftur á móti 3,25% krafna á fyrirtæki í alvarlegum vanskilum og er staðan því enn töluvert betri en þá.

Fram kemur að fram á mitt ár 2021 hefðu vanskil minnkað mikið. Haustið 2023 tók Modus að greina smávægilega aukningu í vanskilum bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. Þrátt fyrir aukningu í alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra drógust alvarleg vanskil heimila enn saman. Í september í fyrra höfðu þau dregist saman um 47% frá árinu 2019.

„Ef við rýnum vanskil sveitarfélaganna út frá aldurshópum má sjá að aldurshóparnir 19-30 ára og 60 ára og eldri standa einna best og lenda sjaldnar í vanskilum en aðrir. Það virðist því vera að fólk á miðjum aldri, 31 – 60 ára, lendi frekar í vanskilum og sérstaklega hjá sveitarfélögunum. Virðist það eiga við um bæði vanskil og alvarleg vanskil,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert