8 milljarðar í súginn vegna kæru

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Hafnarfirði undanfarin ár …
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Hafnarfirði undanfarin ár og stefnir sveitarfélagið á frekari framkvæmdir næstu misseri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafn­ar­fjarðarbær tapaði 8 millj­örðum króna vegna ákvörðunar úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála um að fella úr gildi fram­kvæmda­leyfi fyr­ir Suður­nesjalínu 2 árið 2017. Þetta kom fram í ræðu Rósu Guðbjarts­dótt­ur bæj­ar­stjóra um fjár­mál Hafn­ar­fjarðar á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­laga.

For­sag­an er sú að Hafn­ar­fjarðarbær fjár­festi í upp­bygg­ingu nýrra hverfa í Skarðshlíð en illa gekk að út­hluta lóðunum vegna há­spennu­lína skammt frá. Bær­inn náði sam­komu­lagi við Landsnet árið 2015 um flutn­ing lín­anna og eft­ir fylgdi fram­kvæmda­leyfi og hreyf­ing komst á lóðasölu.

„Þá kom babb í bát­inn. Hrauna­vin­ir og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands, sem á þess­um tíma töldu nokkra ein­stak­linga, kærðu fram­kvæmda­leyfið til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála, sem felldi fram­kvæmda­leyfið úr gildi í mars 2018. Þá stöðvuðust frek­ari lóðaút­hlut­an­ir í Skarðshlíð og Hamra­nesi, tekj­ur af sölu á bygg­ing­ar­rétti urðu að engu og fjár­hags­leg áhrif urðu gríðarleg. Bær­inn hafði á þeim tíma hafið fram­kvæmd­ir á Skarðshlíðarskóla og gert ráð fyr­ir tekj­um af lóðasölu til upp­bygg­ing­ar skól­ans en neydd­ist til að byggja skól­ann fyr­ir láns­fé,“ seg­ir Rósa í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hún seg­ir að bær­inn hafi orðið af tekj­um af lóðasölu, fast­eigna­gjöld­um og út­svar­s­tekj­um íbúa í þúsund­um íbúða í 3-4 ár.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert