8 milljarðar í súginn vegna kæru

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Hafnarfirði undanfarin ár …
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Hafnarfirði undanfarin ár og stefnir sveitarfélagið á frekari framkvæmdir næstu misseri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafnarfjarðarbær tapaði 8 milljörðum króna vegna ákvörðunar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að fella úr gildi framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 árið 2017. Þetta kom fram í ræðu Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra um fjármál Hafnarfjarðar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Forsagan er sú að Hafnarfjarðarbær fjárfesti í uppbyggingu nýrra hverfa í Skarðshlíð en illa gekk að úthluta lóðunum vegna háspennulína skammt frá. Bærinn náði samkomulagi við Landsnet árið 2015 um flutning línanna og eftir fylgdi framkvæmdaleyfi og hreyfing komst á lóðasölu.

„Þá kom babb í bátinn. Hraunavinir og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, sem á þessum tíma töldu nokkra einstaklinga, kærðu framkvæmdaleyfið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem felldi framkvæmdaleyfið úr gildi í mars 2018. Þá stöðvuðust frekari lóðaúthlutanir í Skarðshlíð og Hamranesi, tekjur af sölu á byggingarrétti urðu að engu og fjárhagsleg áhrif urðu gríðarleg. Bærinn hafði á þeim tíma hafið framkvæmdir á Skarðshlíðarskóla og gert ráð fyrir tekjum af lóðasölu til uppbyggingar skólans en neyddist til að byggja skólann fyrir lánsfé,“ segir Rósa í samtali við Morgunblaðið.

Hún segir að bærinn hafi orðið af tekjum af lóðasölu, fasteignagjöldum og útsvarstekjum íbúa í þúsundum íbúða í 3-4 ár.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka