Fundu enga hvítabirni: Leit frestað í kvöld

Leit verður haldið áfram á morgun til öryggis.
Leit verður haldið áfram á morgun til öryggis. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á Austurlandi og Landhelgisgæslan fundu engin ummerki um hvítabirni á Austurlandi í dag. 

Leit hefur verið hætt vegna myrkurs en til öryggis verður henni haldið áfram í birtingu með þyrlu Gæslunnar, ef veður leyfir. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Lögreglunni barst tilkynning seinni partinn frá tveimur erlendum ferðamönnum sem sögðust hafa séð tvo hvítabirni við Laugafell, norðaustur af Snæfelli, nærri Kirkjufossi.

Hurfu óttaslegnir af vettvangi

Lögreglumenn leituðu á þeim stað sem ferðamennirnir höfðu gefið upp, en ferðamennirnir töldu birnina vera í um 300 metra fjarlægð.

Í tilkynningu lögreglu segir að ferðamennirnir hafi horfið óttaslegnir af vettvangi. 

Spor eftir ferðamenninga fundust á staðnum en engin önnur, hvorki eftir stór dýr eða smá. 

Þá kannaði lögregla einnig upptökur úr vefmyndavélum Landsvirkjunar sem eru á svæðinu hvort hvítbirni væri að sjá, svo var ekki. 

„Margvíslegar kletta- og kynjamyndir eru á leitarsvæðinu og snjór sem getur vill óvönum sýn. Talið er að það hafi gerst að þessu sinni,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert