Grímseyingar vilja ekki vinnsluskyldu

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar freista þess nú að fá matvælaráðherra til að setja nýja reglugerð þess efnis að útgerðir í Grímsey verði leystar undan þeirri skyldu að vinna þann afla sem á land berst á grundvelli sértæks byggðakvóta, en reglugerð sem veitti undanþágu frá slíkri vinnsluskyldu rann út árið 2019.

Í gær var haldinn fundur ofangreindra aðila, ásamt 1. þingmanni Norðausturkjördæmis um málið, en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra er og þingmaður kjördæmisins.

„Ég hef líka verið í sambandi við aðra þingmenn og innviðaráðherra út af þessu máli og það sýna þessu allir skilning, en við verðum að fá niðurstöðu í málið sem hægt er að una vel við,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri í samtali við Morgunblaðið.

Grátlegt að svona sé komið fyrir

Niðurstaðan sem sóst er eftir er að veitt verði undanþága frá vinnsluskyldu í Grímsey eins og verið hefur, enda segir Ásthildur að byggðin í Grímsey njóti sérstöðu. Segir hún að vitað hafi verið að til þessa myndi koma að óbreyttu og að rætt hafi verið við Byggðastofnun, matvælaráðuneytið og alþingismenn vegna þessa í talsverðan tíma. Kveðst hún vona að matvælaráðherra setji nýja reglugerð sem leysi Grímseyinga undan vinnsluskyldu afla sem til kemur vegna sértæka byggðakvótans.

„Það er grátlegt að svona sé komið fyrir stað sem er í raun í miðjunni á gjöfulum fiskimiðum sem eru allt í kringum Grímsey,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann telur óraunhæft að koma upp fiskvinnslu í Grímsey. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert