Hvorki Framsókn né Vinstri græn funda

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður …
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. mbl.is/samsett mynd

Ekki er búið að boða þingflokk Framsóknar á fund í dag né þingflokk Vinstri grænna.

Þetta staðfesta Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, og Halla Signý Kristjánsdóttir, varaþingflokksformaður Framsóknar, við mbl.is. 

Eins og mbl.is greindi fyrst frá þá var skyndilega boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í Valhöll fyrr í dag sem stendur enn yfir. 

Tveir stjórnarliðar kallað eftir stjórnarslitum

Mik­il ólga hef­ur verið á stjórn­ar­heim­il­inu í þess­ari viku. Tveir stjórn­ar­liðar, Óli Björn Kára­son og Jón Gunn­ars­son, hafa sagt er­indi stjórn­ar­inn­ar vera komið að þrot­um vegna þess að Vinstri græn vilji ekki gera meira í út­lend­inga­mál­um og orku­mál­um.

Þegar rík­is­stjórn­in var end­ur­nýjuð und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar var sagt að er­indi rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að tak­ast á við efna­hags­mál­in, út­lend­inga­mál­in, orku­mál­in og breyt­ing­ar á ör­orku­líf­eyri­s­kerf­inu.

Þar að auki eru sjálf­stæðis­menn og marg­ir fram­sókn­ar­menn ekki sátt­ir við það að Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, skyldi hafa sagt op­in­ber­lega að hún vildi kosn­ing­ar í vor án þess að ræða við for­menn hinna stjórn­ar­flokk­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert