Í hart við skiptastjóra

Quang Le vill fá aðgang að gögnum úr þrotabúi Vietnam …
Quang Le vill fá aðgang að gögnum úr þrotabúi Vietnam cuisine. Hann gerir athugasemdir við framgöngu skiptastjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Quang Le, sem einnig er þekkt­ur sem Davíð Viðars­son, stend­ur nú í stappi við skipta­stjóra eins af þrota­bú­um þeirra fyr­ir­tækja sem hann átti áður. Hef­ur hann gert at­huga­semd við fram­göngu skipta­stjór­ans og verður sá ágrein­ing­ur tek­inn fyr­ir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur síðar í dag.

Um er að ræða þrota­bú Vietnam Cuis­ine, en auk þess eru fé­lög­in Wo­kon mat­höll, Wo­kon, Vy-þrif og EA 17 í gjaldþrotameðferð. Eft­ir standa NQ fast­eign­ir og Vietnam Mar­ket sem Quang Le á áfram.

Fundið að vinnu­brögðum skipta­stjóra

Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Quang Le seg­ir að um sé að ræða aðfinnsl­ur sem gerðar hafa verið við vinnu­brögð skipta­stjóra.

Seg­ir Sveinn að Quang Le hafi verið meinað um aðgang að gögn­um þrota­bús­ins þrátt fyr­ir að hafa verið fyr­ir­svarsmaður þess.

Sveinn seg­ir að í til­felli annarra þrota­búa hafi Quang Le fengið greiðan aðgang t.d. að kröfu­skrá. „Ég hef verið skipta­stjóri í 30 ár og það hvarfl­ar ekki að manni að fyr­ir­svarsmaður fái ekki aðgang að svona gögn­um,“ seg­ir hann við mbl.is.

„Það er ein­hver sturlun í gangi“ 

Seg­ir Sveinn að þegar komi t.d. að for­gangs­kröf­um, sem oft eru launakröf­ur, leiti skipta­stjóri oft álits for­svars­manna um hvort þær eigi rétt á sér. Ekk­ert slíkt hafi verið gert í þessu máli. „Það er ein­hver sturlun í gangi,“ seg­ir Sveinn.

Spurður hvort Quang Le sé kröfu­hafi í búið svar­ar Sveinn því neit­andi, en að hann hafi lögv­arða hags­muni af því að fylgj­ast með upp­gjöri bús­ins.

Hann seg­ir að óskað hafi verið eft­ir því að dóm­ari gerði at­huga­semd­ir við fram­göngu skipta­stjór­ans og að hon­um yrði gert að bæta starfs­hætti sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert