Konungur sæmdi Höllu fílsorðunni

Halla kemur í hátíðarkvöldverðinn, með fílsorðuna á ljósbláum borða, Björn …
Halla kemur í hátíðarkvöldverðinn, með fílsorðuna á ljósbláum borða, Björn á bak við hana með stórkross dannebrogsorðunnar. Ljósmynd/Ritzau Scanpix/Bo Amstrup

Friðrik X. Danakonungur sæmdi 25 Íslendinga og einn Færeying heiðursorðum í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur í vikunni. Halla Tómasdóttir fékk fílsorðuna svonefndu, æðstu heiðursorðu Danakonungs, og Björn Skúlason fékk stórkross dannebrogsorðunnar.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær fengu 24 danskir stjórnmála- og embættismenn fálkaorðuna í tilefni heimsóknarinnar. Hefð er fyrir gagnkvæmum skiptum á orðum í heimsóknum sem þessum og fékk opinbera sendinefndin frá Íslandi dannebrogsorður, auk nokkurra annarra sem áttu hlutdeild í heimsókninni, svo sem starfsmanna embættis forseta Íslands.

Ari Eldjárn fékk orðu

Stórkross dannebrogsorðunnar fengu einnig ráðherrarnir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Birgir Ármannsson forseti Alþingis, Pétur Ásgeirsson sendiherra Íslands í Danmörku, Sif Gunnarsdóttir forsetaritari og Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri forsetaskrifstofunnar.

Fyrstu gráðu foringjakross orðunnar fékk Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Fyrstu gráðu riddarakross orðunnar fengu Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Stefanía Kristín Bjarnadóttir viðskiptafulltrúi í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, Andri Þór Guðmundsson formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Ölgerðarinnar, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Ragnhildur Helgadóttir rektor Háskólans í Reykjavík, Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu og Una Sighvatsdóttir sérstakur ráðgjafi forseta Íslands.

Riddarakross dannebrogsorðunnar fengu Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss, Ari Eldjárn eftirherma og Færeyingurinn Karin Elsbudóttir framkvæmdastjóri menningarhússins Norðurbryggju.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert