Niðurstaðan kom oddvitanum á óvart

Tölvumynd sem sýnir fyrirhugaðan Búrfellslund við Vaðöldu. Reisa á allt …
Tölvumynd sem sýnir fyrirhugaðan Búrfellslund við Vaðöldu. Reisa á allt að 30 vindmyllur á svæðinu sem framleiða 120 MW Ljósmynd/Landsvirkjun.

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur vísað frá kæru Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps vegna virkj­un­ar­leyf­is sem Orku­stofn­un veitti Lands­virkj­un vegna Búr­fells­lund­ar og tel­ur sveit­ar­fé­lagið skorta kæru­heim­ild.

Har­ald­ur Þór Jóns­son odd­viti sveit­ar­fé­lags­ins seg­ir þessa niður­stöðu koma á óvart og valda von­brigðum. Að mörgu leyti sé nefnd­in að segja að vilji sveit­ar­fé­lagið fá skorið úr mál­inu þurfi að gera það fyr­ir dóm­stól­um.

Hann seg­ir að sveit­ar­stjórn­in muni ræða málið á næstu dög­um en lík­lega verði beðið niður­stöðu í máli Nátt­úrugriða, sem einnig kærðu virkj­un­ar­leyfið til úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar.

Úrsk­urðar­nefnd­in seg­ir að í stjórn­sýslu­rétti sé álitið að stjórn­völd njóti ekki al­mennr­ar heim­ild­ar til þess að kæra ákv­arðanir annarra stjórn­valda til æðra stjórn­valds. Skil­yrðið um lögv­arða hags­muni fyr­ir kæruaðild hafi verið túlkað svo að þeir ein­ir telj­ist aðilar kæru­máls sem eigi ein­stak­legra hags­muna að gæta af úr­lausn máls um­fram aðra og jafn­framt að þeir hags­mun­ir séu veru­leg­ir.

Svæðið eigi ósnortið

Úrsk­urðar­nefnd­in hafnaði kröfu sam­tak­anna Nátt­úrugriða um að fram­kvæmd­ir við vega­gerð og upp­setn­ingu vinnu­búða vegna vindorku­vers­ins yrði stöðvuð á meðan kæra sam­tak­anna vegna fram­kvæmda­leyf­is Rangárþings ytra vegna þessa væri til meðferðar hjá nefnd­inni.

Nátt­úrugrið kærðu einnig veit­ingu virkj­un­ar­leyf­is­ins til nefnd­ar­inn­ar en niðurstaða í því máli ligg­ur ekki fyr­ir.

Úrsk­urðar­nefnd­in seg­ir að ekki verði fram hjá því litið að fram­kvæmda­svæðið sé eigi ósnortið, enda á orku­vinnslu­svæði sem hafi orðið fyr­ir raski. Nefnd­in seg­ir að að því virtu og með hliðsjón af því tjóni sem stöðvun fram­kvæmda myndi hafa í för með sér verði ekki talið að knýj­andi þörf sé á að fall­ast á kröfu Nátt­úrugriða um stöðvun fram­kvæmda á meðan málið er til meðferðar hjá nefnd­inni.

En úr­sk­urðar­nefnd­in tek­ur jafn­framt fram að Lands­virkj­un beri áhættu af úr­slit­um kæru­máls­ins kjósi fé­lagið að halda fram­kvæmd­um áfram áður en niðurstaða máls­ins liggi fyr­ir.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert