Skyndifundur hafinn í Valhöll

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans, Hersir Aron Ólafsson, mæta …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og aðstoðarmaður hans, Hersir Aron Ólafsson, mæta til fundar í Valhöll nú á fjórða tímanum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er kominn saman til fundar í Valhöll. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara og hófst hann þegar klukkan var að ganga 16.

Ekki eru allir þingmenn mættir á fundarstað heldur verður hann einnig haldinn með fjarfundarbúnaði.

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, staðfestir við mbl.is að ekki sé búið að boða til þingflokksfundar hjá Vinstri grænum.

Óli Björn Kárason þingmaður gekk framhjá fréttamönnum við komuna til …
Óli Björn Kárason þingmaður gekk framhjá fréttamönnum við komuna til fundarins í Valhöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mætir til fundarins.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mætir til fundarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil ólga á stjórnarheimilinu

Mikil ólga hefur verið á stjórnarheimilinu í þessari viku. Tveir stjórnarliðar, Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson, hafa sagt erindi stjórnarinnar vera komið að þrotum vegna þess að Vinstri græn vilja ekki gera meira í útlendingamálum og orkumálum. 

Þegar ríkisstjórnin var endurnýjuð undir forystu Bjarna Benediktssonar var sagt að erindi ríkisstjórnarinnar væri að takast á við efnahagsmálin, útlendingamálin, orkumálin og breytingar á örorkulífeyriskerfinu. 

Þar að auki eru sjálfstæðismenn og margir framsóknarmenn ekki sáttir við það að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, skyldi hafa sagt opinberlega að hún vildi kosningar í vor án þess að ræða við formenn hinna stjórnarflokkanna. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra á leið inn í Valhöll.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra á leið inn í Valhöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á leið inn í Valhöll.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, á leið inn í Valhöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þetta sögðu ráðherrarnir í morgun við mbl.is

Í kjölfar ríkisstjórnarfundar í morgun ræddi mbl.is við nokkra ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

„Ég held að all­ir stjórn­ar­flokk­arn­ir geri sér grein fyr­ir því að stjórn­in er í brekku núna og stjórn­ar­flokk­arn­ir,“ sagði Bjarni í sam­tali við mbl.is.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við mbl.is að flokkurinn væri tilbúinn í kosningar.

„Það er kom­in upp mjög flók­in póli­tísk staða og for­menn stjórn­ar­flokk­anna eru með það á sínu borði að finna út úr því. Þangað til að þau hafa sagt eitt­hvað til um það, er það staðan,“ sagði hún.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður kemur einnig til fundarins.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður kemur einnig til fundarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í samstarfinu til að klára mál

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, sagði í samtali við mbl.is að það væri eðli­legt að þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins velti vöng­um yfir næstu skref­um í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við Fram­sókn­ar­flokk og Vinstri græn.

„Við erum í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi til þess að klára mál, við höf­um verið í því vegna þess að við telj­um okk­ur vera að ná mik­il­væg­um ár­angri. Og ef við sjá­um ekki fram á það að ná að klára hér mál sem við höf­um lagt ríka áherslu á – höf­um for­ræði yfir með því að vera með þá mála­flokka, þá er eðli­legt að við spyrj­um okk­ur hver næstu skref í þessu sam­starfi eru,“ sagði hún.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka