Strax komin 300 milljónir fram yfir

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS.
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS.

Alls höfðu 82 umsóknir borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrr í dag um hlutdeildarlán frá því opnað var fyrir þær fyrir tæpri viku.

Heildarlánsfjárhæð lánanna eru tæplega 1.100 milljónir króna. Flestar umsóknirnar tengjast íbúðum sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru 63 talsins, þar af 52 í Hafnarfirði.

Fram kom í tilkynningu HMS í síðustu viku að til úthlutunar fyrir umsóknartímabilið núna, frá 4. til 21. október, verði 800 milljónir króna og er heildarlánsfjárhæðin því nú þegar komin 300 milljónir króna fram yfir hana.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Hamranesi í Hafnarfirði.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Hamranesi í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Umfram það sem við var búist

„Þetta er umfram það sem við bjuggumst við,“ segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, spurð út í fjölda umsókna.

Fram kom einnig í tilkynningu HMS að dugi fjármagnið ekki til sem er úthlutað, eða 800 milljónir króna, verður dregið af handahófi úr umsóknum þeirra sem uppfylla skilyrði lánanna.

Anna Guðmunda segir umsóknir þar sem búið er að ganga frá kaupsamningi vera í forgangi umfram aðrar umsóknir. Eftir það komi ljós hvort draga þurfi af handahófi eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka