Svandís: „Tiltrúin er dvínandi“

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. mbl.is/Karítas

„Staðan er þung og flókin en við erum sammála um mikilvægi þess að vinna saman og við gerum það,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

Hún er innt eftir því hvort samstarf stjórnarinnar haldi á meðan sakir standa.

„Það er enginn sem er að leggja annað til,“ svarar ráðherra og fær í kjölfarið spurningu um hvort staðan þunga sé sprottin af orðum sem fallið hafa í fjölmiðlum eða samstarf stjórnarinnar sjálfrar sé þungt.

„Það sem blasir við öllum er að tiltrúin er dvínandi og það skiptir auðvitað máli, en auk þess lætur fólk ýmis ummæli flakka og það hefur auðvitað áhrif,“ svarar Svandís og bætir því við að það væri ríkisstjórnarsamstarfinu ekki til góðs að halda því fram að nú væri staðan bara dans á rósum.

Með ýmis önnur verkefni

Og fóruð þið út af fundinum þannig að þið ætlið að hugsa málið eða er vilji til að halda þessu áfram?

„Það var enginn annar sem lagði neitt annað til og við erum bara að tala saman eins og samstarfsfólk gerir. Við erum bara með ýmis önnur verkefni sem við þurfum að ljúka og erum að finna út úr því. Það eru mikil heilindi við borðið,“ svarar innviðaráðherra.

Aðspurð kveður hún fundinn hafa snúist um þau mál sem voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar, ekki hafi verið farið yfir sviðið út frá málaflokkum sérstaklega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka