Þyrla Gæslunnar kölluð út að Stykkishólmi

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna slyss í Stykkishólmi í morgun.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að óskað hafi verið eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að flytja einn í sjúkraflugi frá Stykkishólmi. Um einhvers konar slys hafi verið að ræða en hann gat að öðru leyti ekki gefið frekari upplýsingar. 

„Það er einhvers konar útkall í gangi í Stykkishólmi en við getum ekki gefið neinar upplýsingar um hvers kyns útkall er að ræða,“ segir lögreglumaður á skrifstofu lögreglunnar á Vesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert