Verkfall samþykkt á Ísafirði

Ísafjarðarbær.
Ísafjarðarbær. mbl.is

Kennarar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem eru í félagi kennarar og stjórnenda í tónlistarskólum, samþykktu að boða til verkfalls.

Verkfallið er boðað 29. október og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum en atkvæðagreiðslu lauk í dag klukkan 15. Kjörsókn var rúmlega 83%.

Fram kemur á vef Kennarasambands Íslands að verkföll hafi þá verið boðuð í níu skólum samtals. Verkföll eru áformuð 29. október í níu skólum; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla, hafi samningar ekki náðst segir á vef sambandsins.

Þar segir enn fremur að ríkissáttasemjari hafi boðað til fundar á þriðjudag og mæti þá viðræðunefnd Kennarasambandsins sem er skipuð formönnum aðildarfélaganna sjö og formanni KÍ, til fundar með samninganefndum sveitarfélaga og ríkisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert