„Ákaflega brýnt að það skapist vinnufriður“

Sigurður Ingi vill vinnufrið.
Sigurður Ingi vill vinnufrið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákaflega brýnt að það skapist vinnufriður í ríkisstjórn. Ef hinir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn, treysti sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verði það að koma fram á allra næstu sólarhringum.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði um stöðu ríkisstjórnarinnar í Valhöll í gær.  Mik­il ólga hef­ur verið á stjórn­ar­heim­il­inu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kára­son og Jón Gunn­ars­son, hafa sagt er­indi stjórn­ar­inn­ar vera komið að þrot­um vegna þess að Vinstri græn vilja ekki gera meira í út­lend­inga­mál­um og orku­mál­um.

„Fjölmiðlar hafa mikið sóst eftir viðtölum í dag. Ég hef ekki svarað spurningum þar sem ég get ekki og vil ekki geta í hvað gerist á einstökum fundum samstarfsflokkanna. Það verður að spyrja forystufólk þeirra flokka um þeirra mál.

Það er hins vegar deginum ljósara að það er ákaflega brýnt að það skapist vinnufriður í ríkisstjórn. Ef hinir stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verður það að koma fram á allra næstu sólarhringum,“ skrifar Sigurður Ingi á Facebook.

Fjölmiðar hafa mikið sóst eftir viðtölum í dag. Ég hef ekki svarað spurningum þar sem ég get ekki og vil ekki geta í...

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Laugardagur, 12. október 2024
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert