Athvarf fyrir heimilislausar stofnanir

Skatturinn. Yfirskattanefnd staðfestir úrskurð ríkisskattstjóra
Skatturinn. Yfirskattanefnd staðfestir úrskurð ríkisskattstjóra mbl.is/sisi

Eftir að Skatturinn flutti alla starfsemi sína undir eitt þak í Katrínartúni 6 í fyrrasumar stóð stórhýsið Laugavegur 166 autt um tíma.

En nú hefur líf færst í húsið á nýjan leik. Persónuvernd, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra hafa flutt í húsið „og við hlökkum til að taka á móti MAST á næstu mánuðum“, segir á heimasíðu Framkvæmdasýslunnar – Ríkiseigna (FSRE).

Ákveðið var að ráðast í smávægilegar breytingar á húsinu og útvega opinberum stofnunum tímabundið aðsetur þar, segir á heimasíðunni.

Lagt var upp með að halda breytingum í lágmarki en tryggja góða aðstöðu bæði fyrir starfsmenn og gesti. Hægt var að nýta þann búnað sem fyrir var í húsinu og bjóða nýjum notendum fullbúna aðstöðu með húsgögnum. Þessi þjónusta sé í samræmi við þá hugmyndafræði að geta útvegað starfsfólki ríkisstofnana nútímalega aðstöðu þar sem hægt er að flytja inn og út með skömmum fyrirvara og taka sem minnst með sér.

Á hverjum tíma séu einhverjar stofnanir að breyta um húsnæði af ýmsum ástæðum og þá geti verið heppilegt að hafa svona aðstöðu til að grípa í tímabundið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka