Byssan reyndist vera eftirlíking

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sextán ára drengur var handtekinn í miðbænum fyrir að miða skammbyssu að lögreglumanni. Drengurinn var færður á lögreglustöð þar sem foreldrar komu og sóttu hann. Byssan reyndist hins vegar vera eftirlíking af skammbyssu.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu þar sem greint er frá verk­efn­um lög­reglu frá klukk­an 17 í gær til 05 í morg­un.

Þá var einn maður handtekinn í hverfi 105 vegna gruns um fíkniefnamisferli, en hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Tveir duttu á hopphjóli

Í hverfi 108 var ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit á ökumanni reyndist hann hafa meint fíkniefni í fórum sínum. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.

Í miðbæ Reykjavíkur og Hafnarfirði var tilkynnt um menn sem höfðu dottið á hopphjóli. Þeir fengu báðir skurð á höfuðið og voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar. Í dagbókinni kemur fram að þeir hafi báðir verið sjáanlega undir áhrifum áfengis.

Í Kópavogi var tilkynnt um líkamsárás. Gerandi er ókunnur, en brotaþoli hlaut minniháttar meiðsli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert