Eldur kom upp við eldamennsku í heimahúsi

Minniháttar eldur kom upp við eldamennsku.
Minniháttar eldur kom upp við eldamennsku. mbl.is/Eyþór

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli nú í kvöld vegna minni háttar elds sem braust út við eldamennsku í heimahúsi við Lambhagaveg í Grafarholti. 

Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og eru nú að ljúka störfum. 

Þetta segir Þorsteinn Gunnarsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Ekki liggur fyrir hvort slys hafi orðið á fólki eða skemmdir á hlutum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert