Kalt í dag

Það verður kalt í dag.
Það verður kalt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er rólegheitaveður og kalt í dag, en þó norðvestan strekkingur austast fram eftir degi. Él norðvestantil, annars léttskýjað.“

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Þá kemur fram að á morgun verði norðaustlæga átt, gola eða kaldi seinnipartinn en stinningskaldi við suðausturströndina. Áfram verði þó víða bjart, en líkur séu á éljum suðaustanlands.

Enn fremur segir að fyrri part næstu viku sé útlit fyrir austlægri átt, vætu með köflum og hlýnandi veðri á landinu.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert