Mun minna um geitunga í sumar

Geitungar voru minna sýnilegir á sveimi í sumar.
Geitungar voru minna sýnilegir á sveimi í sumar. Ljósmynd/Ljósmynd/Colourbox

„Það er rétt, það var minna af geitungum í sumar, enda veðurfarið ekki búið að vera gott,“ segir Matt­hías Svavar Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. „Geitungar eru næmir fyrir umhverfisbreytingum, slæmt veður dregur úr virkni þeirra og þeir eiga erfiðara með að afla sér fæðu. Ef vorið er slæmt getur það þýtt að færri drottningar nái að byggja bú.“

Árferðið í sumar hefur verið óvenjulega blautt og kalt miðað við síðustu sumur og hafa margir tekið eftir því að minna beri á ýmsum skordýrum en fyrri sumur. Sérstaklega virðast færri geitungar vera á sveimi, en eins hafa sumir sumarbústaðaeigendur sagt að minna hafi borið á lúsmýi.

Matthías segir að stofnsveiflur megi sjá hjá skordýrum eins og öðrum dýrum, þegar fjöldi einstaklinga innan tegunda breytist yfir tíma. „Stofnsveiflur geta verið reglulegar eða óreglulegar og það fer eftir tegundum og/eða umhverfisþáttum. Þær eru flóknar og það eru margir þættir sem spila saman, fæðuframboð, veðurfar, rándýr og sýkingar svo eitthvað sé nefnt,“ segir Matthías.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert