Niðurgreiðslur vegna orkuskorts

Guðlaugur Þór ræðir við Morgunblaðið.
Guðlaugur Þór ræðir við Morgunblaðið. Árni Sæberg

Nauðsynlegt er að bregðast við hækkun húshitunarkostnaðar hjá notendum fjarvarmaveitna með auknum niðurgreiðslum úr ríkissjóði, en hækkunin er tilkomin vegna verðhækkana Landsvirkjunar á skerðanlegri raforku sem aftur er tilkomin vegna orkuskorts í landinu.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni.

„Það kostar að hafa ekki aðgang að ódýrri íslenskri grænni orku og þetta er ein birtingarmynd þess,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið.

„Við höfum sem betur fer náð árangri, bæði með því að finna heitt vatn og hefja aftur orkuöflun, en okkur liggur á. Við Íslendingar höfum borið gæfu til að nýta endurnýjanlega græna orku sem hefur verið einstaklega hagkvæmt fyrir okkur. En þegar við hikstum á því kemur það niður á okkur og í þessu tilfelli á skattgreiðendum, vegna þess að við höfum þá stefnu að jafna orkukostnað,“ segir hann.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert