Þyrla og björgunarsveitir kallaðar út vegna bílveltu

Einn slasaðist í bílveltunni.
Einn slasaðist í bílveltunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir á Suðurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út rétt í þessu vegna þess að buggy-bíll valt í uppsveitum Árnessýslu.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Hann segir einn hafa slasast og að björgunarsveitir frá Hveragerði, Selfossi, Hvolsvelli og Árnessýslu hafi verið kallaðar út.

Jón Þór gat ekki gefið upp frekari upplýsingar um ástand hins slasaða að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert