„Ég er að leggja til við formenn hinna stjórnarflokkanna að hér verði boðað til kosninga og þing rofið en að ríkisstjórnin haldi umboði sínu til kosninga. Ef um það verður ekki sátt þá mun ég biðjast lausnar og þá getum við eftir atvikum fengið starfstjórn að beiðni forsetans.“
Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu.
„Starfstjórn er stjórn sem tekur við eftir að forsætisráðherra biðst lausnar og hefur þá mjög takmarkað umboð til að leiða mál til lyktar,“ segir Bjarni þegar blaðamaður spurði hvort starfstjórn yrði skipuð.