Borgin hætti stuðningi við hugmynd um flugvöll í Hvassahrauni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fyrir tillögu um að þátttöku …
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur fyrir tillögu um að þátttöku borgarinnar í undirbúningsvinnu flugvallar í Hvassahrauni verði hætt. Samsett mynd

Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, ætl­ar að leggja til að Reykja­vík­ur­borg láti af fjár­mögn­un og ann­arri þátt­töku í und­ir­bún­ings­vinnu vegna hug­mynda um flug­völl í Hvassa­hrauni. Til­lög­una hyggst hann leggja til á fundi borg­ar­stjórn­ar á þriðju­dag.

Árið 2019 gerðu ríkið og Reykja­vík­ur­borg sam­komu­lag um að standa fyr­ir rann­sókn­um á mögu­leik­um á bygg­ingu nýs flug­vall­ar í Hvassa­hrauni. Skýrsla starfs­hóps, sem skipaður var til að skoða málið, var kynnt 1. októ­ber.

Í grein­ar­gerð til­lög­unn­ar seg­ir að starfs­hóp­ur­inn hafi ekki kom­ist að óyggj­andi niður­stöðu þrátt fyr­ir að um­rædd skýrslu­gerð hafi tekið tvö­falt lengri tíma en upp­haf­lega var áætlað. Þá legg­ur starfs­hóp­ur­inn til að ráðist verði í frek­ari rann­sókn­ir vegna máls­ins. 

„Þetta er til­laga sem okk­ur í Sjálf­stæðis­flokkn­um finnst leiða af sjálfu sér að þurfi að vera lögð fram,“ seg­ir Kjart­an í sam­tali við mbl.is. 

Skýrsl­an miðast við ástandið fyr­ir elds­um­brot

Kjart­an seg­ist ekki telja það skyn­sam­legt að Reykja­vík­ur­borg ráðist í frek­ari kostnað vegna rann­sókna og fram­kvæmda í tengsl­um við flug­vall­ar­hug­mynd­ir í Hvassa­hrauni á næstu ára­tug­um, vegna þeirra elds­um­brota og jarðhrær­inga, sem orðið hafa á Reykja­nesskaga frá ár­inu 2021. 

„Og það sem sting­ur mest í augu varðandi þessa skýrslu er að hún tek­ur mið af ástand­inu eins og það var áður en eld­gos­in hóf­ust, sem manni finnst bara ótrú­legt miðað við það sem hef­ur svo komið fram frá því gos­hrin­an hófst.“

Hann kveðst bjart­sýnn fyr­ir því að til­lag­an verði samþykkt, en full­yrðir það þó ekki. 

„Ég vona að skyn­sem­in sigri, að menn sjái að það sé vit­leysa að setja meira fé og meiri vinnu í þessa hug­mynd, ekki síst í ljósi þró­un­ar frá 2021. En við verðum bara að sjá til.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert