„Ég mun vera í kosningunum. Ég er formaður flokksins með sterkt umboð og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra í þeim eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti.“
Þetta segir Bjarni Benediktsson á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu í dag spurður hvort hann ætli að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í nóvember.
Bjarni greindi frá því að ríkisstjórnarsamstarfinu væri lokið og að efnt yrði til kosninga í lok nóvember.