Óánægjuraddir endurspegli samtöl við kjósendur

Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn í Stjórnarráðinu í dag.
Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn í Stjórnarráðinu í dag. mbl.is/Hákon

„Það hefur því miður farið mjög vaxandi já að það hafa komið fram og verið opinberar óánægjuraddir í fleiri en einum stjórnarflokki.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi í Stjórnarráðinu í dag spurður hvort hann hefur haft stjórn á sínum eigin þingflokki.

Bjarni minnti á að þingflokkur Vinstri grænna ályktaði gegn því hvernig hann hagaði atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir ári síðan.

„Það er harla óvanalegt að þingflokkar álykti gegn formanni samstarfsflokks.“ 

Bjarni segir að raddir þingmanna Sjálfstæðisflokksins séu að endurspegla samtöl þeirra við grasrót flokksins og hinn almenna kjósanda.

„Það er ekki mikið unnið með því fyrir mig að setja pottlokið á það því það verður að geta átt sér stað eðlileg lýðræðisleg umræða í okkar þjóðfélagi,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert