„Óhætt að segja að við erum til í kosningabaráttuna“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn tilbúinn í kosningar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins, seg­ir Miðflokk­inn vera til­bú­inn í kosn­ing­ar. Gera má ráð fyr­ir því stillt verði upp á lista flokks­ins um land allt.

„Ég held að það sé óhætt að segja að við erum til í kosn­inga­bar­átt­una og að þetta hafi verið óhjá­kvæmi­leg niðurstaða úr því sem komið var,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Rík­is­stjórn­ar­sam­starfi Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar og Vinstri grænna hef­ur verið slitið og kosn­ing­ar verða haldn­ar 30. nóv­em­ber, að því gefnu að Halla Tóm­as­dótt­ir, for­seti Íslands, samþykki þingrofs­beiðni Bjarna.

Heild­ar­lag­fær­ingu þurfi á öllu kerf­inu

Sig­mund­ur seg­ir að Miðflokk­ur­inn muni leggja áherslu á út­lend­inga­mál, orku­mál, stöðu efna­hags­mála og að draga úr um­svif­um rík­is­ins.

„En svo þarf bara heild­ar­lag­fær­ingu á öllu kerf­inu hér, hvort sem það er mennta­kerfið eða heil­brigðis­kerfið eða annað. Það þarf að láta þetta virka bet­ur þannig að skatt­greiðend­ur fái meira fyr­ir pen­ing­ana sína,“ seg­ir hann.

Hvernig mun Miðflokk­ur­inn stilla upp list­um í kom­andi kosn­ing­um?

„Það var ekki búið að taka ákvörðun um það, við vild­um sjá til lands að ein­hverju leyti hvenær kosn­ing­ar yrðu. En miðað við þenn­an skamma fyr­ir­vara þá held ég að það sé lík­legt að við og flest­ir all­ir flokk­ar för­um í eitt­hvað form af upp­still­ingu,” seg­ir Sig­mund­ur.

Kem­ur í ljós í bar­átt­unni og eft­ir kosn­ing­ar

Er ein­hver sér­stök rík­is­stjórn sem þú vilt sjá að lokn­um kosn­ing­um?

„Rík­is­stjórn sem er til í þær breyt­ing­ar sem eru nauðsyn­leg­ar og það á eft­ir að koma í ljós í kosn­inga­bar­átt­unni og eft­ir kosn­ing­ar hvaða flokk­ar eru til í það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert