Ríkisstjórnin sprungin

Ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna hefur verið slitið. Frá þessu greinir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu. 

Bjarni greinir frá því að hann hafi upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. 

Hefur hann þegar haft samband við Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og mun hann fara á hennar fund á morgun, mánudag.

Bjarni boðaði til blaðamannafundar í Stjórnarráðinu nú rétt fyrir skömmu þar sem hann gerði grein fyrir þessum tíðindum. 

Veikleikar innan ríkisstjórnarinnar

Mik­il ólga hef­ur verið á stjórn­ar­heim­il­inu í þess­ari viku. Tveir stjórn­ar­liðar, Óli Björn Kára­son og Jón Gunn­ars­son, hafa sagt er­indi stjórn­ar­inn­ar komið að þrot­um vegna þess að Vinstri græn vilji ekki gera meira í út­lend­inga­- og orku­mál­um.

Þegar rík­is­stjórn­in var end­ur­nýjuð und­ir for­ystu Bjarna Bene­dikts­son­ar var sagt að er­indi rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri að tak­ast á við efna­hags­mál­in, út­lend­inga­mál­in, orku­mál­in og breyt­ing­ar á ör­orku­líf­eyri­s­kerf­inu.

Þar að auki eru sjálf­stæðis­menn og marg­ir fram­sókn­ar­menn ekki sátt­ir við það að Svandís Svavars­dótt­ir, formaður Vinstri grænna, skyldi hafa sagt op­in­ber­lega að hún vildi kosn­ing­ar í vor án þess að ræða við for­menn hinna stjórn­ar­flokk­anna.

Afarkostir lagðir fram í gær

Sig­urður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, birti færslu á Face­book í gær þar sem hann sagði það ákaf­lega brýnt að það skap­ist vinnufriður í rík­is­stjórn. Ef hinir stjórn­ar­flokk­arn­ir treysti sér ekki til að standa við og vinna að stjórn­arsátt­mál­an­um yrði það að koma fram á allra næstu sól­ar­hring­um.

Þá greindi Viljinn frá því í gær að á opnum fundi með Bjarna í Garðabæ hafi hann kall­að eft­ir því að Vinstri græn end­ur­skoði af­stöðu sína í út­lend­inga­mál­um og virði sam­komu­lag stjórn­ar­flokk­anna í mála­flokkn­um.

Ef ekki væri ekk­ert annað í stöðunni en að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu og boða til kosn­inga. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert