Fundir standa nú yfir hjá þingflokkum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins.
Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður VG, segir í samtali við mbl.is að þingflokksfundur hafi byrjað er blaðamannafundur Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hófst.
Samkvæmt heimildum mbl.is hafa framsóknarmenn einnig boðað til þingflokksfundar klukkan átta í kvöld.