Tugir smáskjálfta hafa mælst við Herðubreið í dag.
Skjálftahrinan hófst upp úr klukkan átta í morgun. Sá stærsti var 2,2 að stærð, samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands, og mældist klukkan hálfellefu í morgun.
Upptök hans voru á 4,7 km dýpi um 3,5 km vestur af Herðubreið.