Útlit fyrir slyddu eða snjókomu á Suðausturlandi

Það gæti snjóað á Suðausturlandi.
Það gæti snjóað á Suðausturlandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í dag verður hægur vindur, léttskýjað og kalt í veðri. Norðaustan golu eða kalda er spáð seinnipartinn og má búast við því að hitinn skríði í fáeinar plúsgráður sunnan- og vestanlands. Íbúar á Suðausturlandi mega þó búast við slyddu eða snjókomu í nótt. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Á morgun veður ákveðin norðaustanátt og hlýnar heldur. Skýjað veður á landinu og dálítil slydda austast. Á þriðjudag er síðan búist við rigningu eða slyddu víða, þó síst norðvestanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert