Bjarni mun biðjast lausnar

Bjarni Benediktsson að loknum blaðamannafundi í stjórnarráðinu í gær. Hann …
Bjarni Benediktsson að loknum blaðamannafundi í stjórnarráðinu í gær. Hann segist nú munu biðjast lausnar. mbl.is/Hákon

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti.

Þetta kom fram í máli Bjarna í Silfri ríkisútvarpsins nú fyrir stundu.

Benti hann á að hann hefði sagst í gær myndu biðjast lausnar, ef ekki næðist sátt um samstarf ríkisstjórnarinnar fram að kosningum innan flokkanna sem að henni standa.

Skrýtið að fá starfsstjórn undir öðrum ráðherra

„Ef um það verður ekki sátt þá mun ég biðjast lausn­ar og þá get­um við eft­ir at­vik­um fengið starf­sstjórn að beiðni for­set­ans,“ sagði Bjarni í gær.

Bjarni tók fram nú í kvöld að hann teldi skrýtið að skipuð yrði starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra, eins og Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna hefur lagt til.

Kveðst hann þó vilja að starfsstjórn yrði skipuð. Sömu ráðherrar myndu þá áfram gegna sínum embættum fram að kosningum og að hægt yrði að klára fjárlög með þeim hætti.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert