Fólk spyr hvort ég sé að djóka

Konan kastast á milli Konukots og Skjólsins alla daga.
Konan kastast á milli Konukots og Skjólsins alla daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það kemur mjög óþægilega við fólk ef maður er spurður hvað maður geri og ég segist vera heimilislaus. Þá fer fólk að hlæja og spyr hvort ég sé að djóka.”

Þriggja barna móðir á sextugsaldri, sem á sjö barnabörn, segir frá lífsbaráttunni á götum Reykjavíkur en hún hefur verið óstaðsett í hús í fjögur ár.

„Fólk spyr hvernig það sé að vera heimilislaus og ég segi það bara fínt – ég þurfi ekki að fara í Bónus. Þá fer fólk að hlæja en finnst þetta greinilega mjög óþægilegt.“

Hittir barnabörnin í sundi

Hún hittir barnabörnin í sundlaugum bæjarins en segir ekki koma vel út fyrir son sinn að hún dvelji mikið á heimilinu, hann sé einstæður faðir.

„Að ég sé á Konukoti er stimpill út af fyrir sig. Hann yrði alltaf undir eftirliti. Þegar mikið hefur gengið á vil ég heldur ekki koma með þá orku til krakkanna.“

Konan segir erfitt að samræma lífin tvö en það hjálpi að fá myndir af barnabörnunum.

„Það gerir þetta einhvern veginn bærilegra,“ segir konan og bætir við að heimilisleysið taka frá sér alla orku. Það sé í raun full vinna að vera heimilislaus. 

Ítarlegt viðtal við konuna má lesa í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert