Forsetar koma saman til fundar

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Birgir Ármannsson forseti Alþingis við …
Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Birgir Ármannsson forseti Alþingis við innsetningarathöfn Höllu í sumar. mbl.is/Eyþór

„Ég geri ráð fyrir því að þingfundur falli niður á morgun en við tökum svo stöðuna þegar líður á morgundaginn varðandi framhald þingstarfa næstu daga,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is.

Hann mun eiga fund með forseta Íslands í fyrramálið.

Birgir telur að fundir þingnefnda verði einnig felldir niður, samhliða því að þingfundur falli niður.

„Nefndirnar eru auðvitað sjálfstæðar en ég held að nefndarformenn séu að afboða fundina sem áttu að vera í fyrramálið.“

Halla óskaði eftir fundi

Aðspurður segist hann munu eiga fund við forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, um kl. níu í fyrramálið þar sem staðan verði rædd.

„Það liggur ekkert annað fyrir en að hún óskaði eftir fundi til þess að ræða stöðuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert