Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra sem átti að vera á morgun hefur verið felldur niður.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.
Ekki er gefin upp sérstök ástæða en ætla má að þetta sé vegna yfirvofandi þingrofs og stjórnarslita.