Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun í dag hitta formenn þeirra fimm flokka sem sitja í stjórnarandstöðu á Alþingi.
Halla mun hitta formennina á Staðastað að Sóleyjargötu 1, en þar er skrifstofa forseta Íslands til húsa.
Fyrst mun hún hitta Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, nú strax klukkan 10.30, en Samfylkingin hefur undanfarið mælst sá flokkur sem mest fylgi fær í könnunum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, er svo boðuð til fundar klukkan 11.15 og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætir klukkan 12.30.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætir á fund forseta klukkan 16.00 og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fulltrúi Pírata, er boðuð klukkan 16.45.
Halla átti samtöl við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og Svandísi Svavarsdóttur, formann VG, í gærkvöldi.