Kristján Jónsson
„Ég sé ekkert í þessari atburðarás sem gæti gefið forseta Íslands tilefni til að stíga inn í hana. Þetta er í rauninni mjög hefðbundinn aðdragandi að þingrofi,“ segir Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, spurður út í þingrofsréttinn en í dag mun Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ganga á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands. Tilefnið er að leggja til þingrof.
„Í íslensku stjórnarskránni eru ýmis verkefni falin forsetanum sem eru í reynd í höndum ráðherranna eða svokallaðar stjórnarathafnir. Þingrof er ein af þessum stjórnarathöfnum sem fjallað er um í stjórnarskránni. Þessi ákvæði þarf að lesa í samhengi við aðrar greinar stjórnarskrárinnar, einkum 13. og 14. grein. Þar kemur fram að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og ráðherrarnir beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum,“ segir Hafsteinn Þór.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.