Þrátt fyrir að enn sé um hálftími í að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mæti til Bessastaða til að ganga á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, þar sem hann mun leggja fram tillögu um þingrof, eru fjölmiðlamenn þegar búnir að fjölmenna á Bessastaði.
Blaðamenn bíða fyrir utan og bíða þess að Bjarni muni mæta, en þá fer hersingin inn. Gera má ráð fyrir að einhver skilaboð berist frá Bjarna og Höllu að loknum fundi.
mbl.is mun fylgjast með og færa fréttir af fundarhöldum Bjarna og Höllu og mögulegum öðrum fundum sem Halla gæti átt, en slíkt á allt eftir að koma í ljós.
Það er kaldur haustmorgun og frekar lygnt. Spurning hvort það sé fyrirboði fyrir lognið á undan storminum sem gæti verið í vændum á komandi vikum.